ísl
en

Umbreytingar

Transformations

Fjórar framtíðarborgir

Four Future Cities

Fjórar framtíðarborgir
Four Future Cities
Umbreytingar
Transformations

Jörðin er samsett úr ýmsum lögum, jarðlögum – allt frá innri kjarna til jarðskorpunnar – og hvolfum – allt frá veðrahvolfi til úthvolfs áður en geimurinn tekur við. Í öllum þessum ólíku lögum togast á gríðarlegir kraftar og þar er að finna orkukerfi sem valda gífurlegum umbreytingum, svo sem veðrun vatns og vinda á yfirborði jarðar eða hræringar jarðlaganna, þar sem gamalt berg þrýstist niður og umbreytist en brýst síðan upp sem kvika á nýjan leik.

Frá okkar sjónarhorni á yfirborði jarðar sjáum við aðeins brot af þeim efnum sem finnast á jörðu niðri eða himni uppi. Berg birtist okkur aðeins að hluta til, í fjöllum og landslagi, sem oft er hulið gróðri að stórum hluta. Þá verðum við vör við sameindir og frumeindir í efri lögum andrúmsloftsins sem sjást aðeins þegar hlaðnar agnir frá sólinni skella á þeim og örva þær. Örvað súrefni ljómar í grænu en örvað köfnunarefni ljómar í rauð-fjólubláum. Þetta eru einmitt norðurljós.

Við mannvirkjagerð eða virkjunarframkvæmdir, þar sem verið er að nýta orku og efni jarðar, hugsum við oft lítið um sárin sem verða til. Við hugum lítið að aðstæðum mannvirkjanna, nema helst til að aðlaga undirstöður svo mannvirkin falli ekki saman við jarðskjálfta eða flóð og útbúa kápu eða hjúp sem gerir mannvirkin veðurþolin.

Hvað ef mannvirki myndu spretta upp úr jarðlögunum eða verða til fyrir tilstilli veðurfarsins á því svæði sem þau eru staðsett? Hvað ef byggingar framtíðarinnar yrðu til úr þeim efnum sem til staðar eru og umbreyttust í krafti þeirrar orku og þeirra auðlinda sem finna má í nánasta umhverfi þeirra? Hvernig litu náttúrulegustu mannvirki jarðar út, laus við skaðlega námuvinnslu og óendurnýtanlega orkuöflun?

Sums staðar vaxa kristallar, annars staðar vaxa bakteríur og sveppir. Ákeðin efni verða auðveldlega hol og gljúp og mynda hella eða sprungur vegna áhrifa veðurs og vinda, efnabreytinga eða jarðvegshreyfinga. Á slíkum stöðum, og með slíkum efnum, væri ef til vill hægt að „rækta“ mannvirki upp úr jörðinni.

Um er að ræða tilgátuverkefni sem byggir á vísindalegum staðreyndum. Þar sem ekki er búið að þróa alla þá tækni og þær rannsóknir sem þarf til að gera verkefnið að raunveruleika hlýtur það að vera skáldskapur að sinni. Afrakstur tilgátuverkefnisins eru texti og þrívíð módel mannvirkja eða skúlptúrar sem byggja á eftirfarandi tillögum.

PETRI DISKUR

Hringlaga borgin er samsett úr fjölda misstórra hringja. Jarðvegurinn er sífreri sem hlaðinn er riðstraumi og gengur í hringlaga bylgjum, eins og þegar steini er kastað í vatn. Rafstraumurinn orsakast af metani sem verður til sem úrgangsefni örvera sem nærast á efnum í jarðveginum. Íbúar borgarinnar búa á mótum hringjanna vegna þess að við miðju þeirra bráðnar sífrerinn og jarðvegurinn sígur vegna hlýnunar jarðar.Af þessu hlýst óbærileg lykt, eins og af rotnandi eggjum. Yfir miðju hringjanna eru hvelfingar sem safna gasinu sem sleppur úr jarðveginum, bæði til þess að nýta jarðvegsgasið sem eldsneyti en einnig til þess að koma í veg fyrir enn frekari hlýnun jarðar, sleppi það allt út í andrúmsloftið.

Al2O3

Stöðuga borgin er álgrá yfirlitum en yfirbragð hennar breytist með tímanum þegar húðir mannvirkjanna í borginni þykkna og veðrast í fjölmörgum litum. Borgin liggur í landslaginu eins og teppi og íbúar hennar ferðast eftir brautum sem liggja eins og ofnir þræðir, ofan á og undir teppinu. Í regni safnast vatn í dældum teppisins sem síðan er leitt ofan í tanka neðanjarðar. Þar sem útjaðrar borgarinnar þrýstast niður myndast útfellingar úr safír og rúbín í glitrandi röndum sem afmarka borgina. Það er því mikifengleg sýn sem mætir gestum hennar – glansandi veðruð málmborg, umvafin gimsteinum.

PLASMI

Rafhlaðna borgin er borg þar sem orka hleðst upp í lóðréttum bergrásum sem ganga allt að 100 km niður í jarðlögin. Rásirnar virka eins og rafhlöður og þaðan ferðast rafmagnið eftir rafsegullínum sem þjóna öllu landinu. Í miðju borgarinnar er stórt vatn sem virkar sem raflausn. Þegar loftið er rakt mynda brennisteinsgas og efnahvörf járns, sinks og kopars í jarðlögunum rafspennu. Þegar þetta gerist birtast ljós yfir borginni sem ferðast með ólíkum hraða og mis miklu ljósmagni. Stundum láta ljósin lítið yfir sér, eins og svífandi kúlur – stundum dansa þau eins og hvít norðurljós eða blossa sem eldingar.

Kalda borgin er hvít og þurr borg sem hitnar ekki, þó svo að sólin skíni á byggingar hennar. Hlutar hennar veðrast ákaflega og þar er hún söndug, duftkennd og brothætt en aðrir hlutar hennar eru harðir, þar vex borgin eins og kristall og umbreytist í gler. Kristallarnir verða að himinháum turnum sem stingast upp úr sandöldunum sem myndast vegna veðrunarinnar. Þar sem borgin gisnar og stendur lægst er hún grasi vaxin. Þá síast á í gegnum borgina svo vatnið hreinsast af öllum óhreinindum og verður að besta drykkjarvatni landsins. Á þurrum og vindasömum dögum er skyggni lítið og íbúar borgarinnar hylja andlit sín til að koma í veg fyrir að hættulegt duft og ryk sem fýkur allt um kring berist ekki í öndunarfærin.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Fjórar framtíðarborgir
Four Future Cities
Umbreytingar
Transformations

The Earth is composed of various layers, geological strata – from the innermost core to the Earth’s crust – and spheres – from the troposphere to the exosphere, before outer-space replaces our atmosphere. All of these different layers host massive opposing forces and energy systems causing tremendous transformations, such as those caused by the erosion of water and wind on the Earth’s surface or geological movements, where old rock is being submerged and transformed before erupting again as burning lava.

From our point of view at the Earth’s surface, we only see a fraction of the materials found in the Earth or in the sky. Rock is only partially visible to us, in mountains and landscapes, often covered to large extents by vegetation. We also perceive molecules and atoms in the upper layers of the atmosphere, visible only when stimulated by collisions with charged particles from the sun. Stimulated oxygen glows green but stimulated nitrogen glows red-purple. It is these collisions which form the northern lights.

When constructing buildings or power plants, where energy and matter from the Earth are being harnessed, we usually pay little heed to the impact they have on the environment around them. Except for example, if adapting structural foundations to prevent a building from collapsing during an earthquake or a flood, or designing a cover or a veil to protect the building from the weather.

But what if constructions would spring from geological layers or emerge as an effect of the weather in the area where they are located? What if the buildings of the future would be made exclusively from local materials, transformed by virtue of the forces and resources in the immediate environment? What would the most natural constructions on Earth look like, without any harmful mining and unsustainable power production?

In some places crystals grow, in other places bacteria and mycelia grow. Certain materials easily become hollow and porous, causing caves or crevasses to form by virtue of weather- and wind-erosion, chemical reactions or soil movement. In such places, and with such materials, it would perhaps be possible to ‘grow’ constructions from the ground.

This is a speculative design project, based on scientific fact. As a lot of the technology and research essential for the realisation of this project has not been developed, it must remain fictional for the time being. Instead, the project’s output is text and 3D models of constructions or sculptures based on the following scenarios:

PETRI DISH

The Circular City is composed of a number of circles of various sizes. The soil is permafrost, charged with an alternating current that ripples across it, like water disturbed by a stone. The electrical current is generated by methane, a by-product of micro-organisms feeding on materials in the soil. The city’s inhabitants live on the edges of the circles, because at the centre of each circle the permafrost melts as an effect of global warming and the soil collapses. This creates a horrific smell, as of rotting eggs. Above the centres of the circles, there are vaults that collect the gasses emitted from the collapsing soil. The purpose of the vaults is both to collect the mineral gas for its harnessing as a fuel resource, but also to impede further global warming that would result from the gasses escaping all at once into the atmosphere.

Al2O3

The Stable City has an aluminium-grey surface that gradually changes with time as the exteriors of the buildings gather residue and weather in various colourful hues. The city sits upon the landscape like a carpet, and its inhabitants travel on tracks which run like interwoven threads, above and below the city landscape. When it rains, water is collected in the carpet’s creases, and then channelled to subterranean tanks. Along the city, precipitations of sapphire and rubies form glittering strips demarcating the city. It is a majestic sight, welcoming the city’s visitors – a shiny, weathered, metallic city, embedded with jewels.

PLASMA

The Electrical City is a city where energy is charged in vertical rock shafts, reaching as deep as 100 km down into the mineral layers. The shafts work like batteries, and from there electricity is conducted via power lines, to serve the entire country. At the city centre, there is a large electrolytic lake. When the air is humid, sulphurous acid and the reactions of iron, zinc and copper charge the soil. When this happens, lights appear above the city, moving around at various speeds, with varying volume of light. Sometimes the lights are unassuming, like floating balls – sometimes they dance as a white aurora or strike as lightning.

SiO2

The Cold City is a white and dry city that does not become warm, even though its buildings are baked by the sunlight. Some parts of the city are subject to terrible erosion and there the city is sandy, powdery and fragile, but other parts are tough. In these parts, the city is growing like a crystal, transforming into glass. The crystals form enormous towers, spiralling up from the sand dunes created by the erosion. Where the city grows thin and low it is covered by grass. A river is filtered through the city, producing the purest water in the country. On dry and windy days, there is almost no visibility and the city’s inhabitants cover their nose and mouth, protecting their lungs from powder and dust, blowing all around.