ísl
en

Jakob Sturla Einarsson

Handan flagga

Beyond Flags

Þýðingar á táknheimum þvert á miðla

Translating Symbolism Across Media

Þýðingar á táknheimum þvert á miðla
Translating Symbolism Across Media
Handan flagga
Beyond Flags

Það er sunnudagseftirmiðdegi í september og það ætti engan að furða að það rignir í Reykjavík. Ég geng niður Laugaveginn á leiðinni á kaffihús til þess að skrifa þessa grein þegar ég tek eftir regnhlíf hinum megin við götuna. Regnhlífin er röndótt með rauðum og svörtum flötum og á svörtu flötunum er röð af þremur hvítum skásettum krossum. Ég ber samstundis kennsl á hönnunina án þess að þurfa að lesa það sem stendur við hliðina á krossinum: AMSTERDAM. Hönnunin á regnhlífinni vísar ekki í eitt af alræmdustu hverfum borgarinnar eins og einhver kynni að halda, heldur er þvert á móti um ákveðna útfærslu á fána borgarinnar að ræða. Ég þýt yfir götuna til þess að ná hlutnum á mynd og furða mig á þeirri tilviljun að umfjöllunarefni þessarar greinar skuli einmitt birtast í næsta nágrenni við mig, á þessari sérstæðu regnhlíf á þessu rigningarsunnudags- eftirmiðdegi í Reykjavík.

Í okkar hnattvædda nútímasamfélagi þjóna fánar fjölbreyttum tilgangi ásýndarsköpunar; fánar eru notaðir af stjórnvöldum og þjóðríkjum á alþjóðasviðinu, þeir eru notaðir til að tákna tungumálamöguleika á vefsíðum, til auðkenningar stjórnmálaskoðana, þjóðernis, trúarbragða eða stofnana, þeir tákna uppruna og stolt, standa fyrir ólíka þjóðfélagshópa og svo mætti lengi telja. Við erum vön fjölbreyttri notkun fána og flestir þekkja fjöldann allan af fánum og geta áttað sig á merkingu þeirra undir eins. Það er af mörgu að taka þegar fjallað er um fána sem tákn út af fyrir sig en það er líka áhugavert að skoða fána í samhengi ásýndarsköpunar og þess hvernig hönnun þeirra öðlast ólíkar birtingarmyndir án þess að merkingin glatist. Þetta er raunar mikilvægt atriði í sögu fána vegna þess að fánar komu ekki fullskapaðir fram á sjónarsviðið með þeim hætti sem við þekkjum í dag heldur þróuðust þeir úr öðrum miðlum.

FÁNI AMSTERDAM

Leiðum aftur hugann að fána Amsterdam. Opinberi fáninn, sem hönnun regnhlífarinnar byggir á, var formlega tekinn í notkun í febrúar árið 1975.1 1 „Amsterdam (The Netherlands),“ Flags of the World, (u.) 11. 11. 2017, fotw.info/flags/nl-amsdm.html. Þá þegar hafði hann verið notaður um þó nokkra hríð og hann má til að mynda sjá á veggspjaldi fyrir Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 1928. Hönnun fánans rekur rætur sínar aftur á móti lengra aftur, allt til sextándu aldarinnar þegar skjaldarmerki Amsterdamborgar kom til sögunnar. Uppruni skjaldarmerkisins er óþekktur, en svo mikið er víst að krossarnir þrír á skildinum skírskota til sjómannsins og píslar­vættarins heilags Andrésar 2 2 „Decoding Amsterdam’s City Symbols,“ Iamsterdam, (s./a.) 24. 11. 2018, iamsterdam.comz/en/about-amsterdam/overview/history-and-society/city-symbols. en hinn svokallaða kross heilags Andrésar má einnig sjá í skoska þjóðfánanum. Krossarnir þrír hafa orðið að auðkennum Amsterdamborgar, eins og rætt verður síðar í þessari grein.

Hönnun fánans sem notaður er í dag þekkja margir og fáninn hefur til að mynda verið kallaður „harðasti fáni í heiminum“.3 3 Roman Mars, „Why City Flags May be the Worst-Designed Thing You’ve Never Noticed,“ TED (vid. 18:19), 14.5.2015, ted.com/talks/roman_mars_why_city_flags_may_be_the_worst_designed_thing_you_ve_never_noticed, 10:22. Aftur á móti hefur nokkrum ólíkum útfærslum af fána Amsterdam­borgar verið flaggað í gegnum aldirnar en allar hafa þær dregið dám af hönnun skjaldar­merkisins, bæði með tilliti til litavals og hönnunarþátta. Borgarfáninn sem nú er notaður er breyttur gunn­fáni. Í fánanum er skjaldartáknið úr skjaldar­merkinu notað óbreytt nema að því er snúið um níutíu gráður svo það sitji rétt á ferköntuðum fána. Notkun bæði fánans og skjaldarmerkisins er algeng í borginni og þessi auðkenni Amsterdam hafa vakið athygli utan landsteina Hollands. Það stafar meðal annars af mikilli notkun mynd­málsins á minjagripum borgarinnar sem seldar eru ferða­mönnum, eins og til dæmis regnhlífinni sem minnst var á hér að ofan.

SAMÞÆTT SAGA FÁNA
OG SKJALDARMERKJAFRÆÐA

Mannfólkið hefur lengi notast við hluti sem líkjast fánum til auðkenningar, sér í lagi í hernaði, en það var á tólftu öld sem fánar eins og við þekkjum þá í dag komu til sögunnar í Vestur-Evrópu. Upphafið að notkun þeirra er almennt talið stafa af tvennu. Annars vegar aukinni skipaverslun og mikilvægi þess að auðkenna uppruna skipa og hins vegar notkun á fánum í krossferðunum og á hinu svo­kallað riddaratímabili. Fánarnir þróuðust sam­hliða tilkomu og auknum vin­sældum skjaldarmerkja­fræða í Evrópu. Skjaldar­merkjafræðin fjölluðu, eins og nafnið gefur til kynna, um merki sem byggðu á notkun skjalda með skreytingum og íburði og voru aðallega notuð af aðalsfólki. Skjaldarmerkjafræðin höfðu umtalsverð áhrif á hönnun fána, fánafræði er talin hafa þróast á grund­velli skjaldarmerkjafræðinnar og „táknrænn áhrifa­máttur [fána, byggir] að einhverju leyti á einfald­leika, skýrleika og frumleika litavals og hönnunar í skjaldarmerkjafræðum.”4 4 Gabriella Elgenius, „The Origin of European National Flags,“ Flag, Nation and Symbolism in Europe and America, (ritstj./Eds.) Thomas Hylland Eriksen & Richard Jenkins (London: Routledge, 2007), 19.

Fyrst um sinn voru gunnfánar algengir, þar sem hönnunin á skjaldartákninu er færð óbreytt af skildinum og yfir á ferkantaðan fána. Elstu skjaldar­­merkin voru einföld og þau var auðvelt að yfirfæra á fána. Aftur á móti skapaðist hefð fyrir því innan skjaldarmerkjafræðinnar að bæði sameina og fjórskipta skjöldum, sem leiddi til sí­fellt flóknari skjaldarmerkja. Þar að auki stóðu skjaldarmerkja­fræðin í afskaplega sterkum tengslum við aðals­stéttirnar. Þar af leiðandi var gjarnan kosið að sniðganga hina hefðbundnu gunnfána og nota fremur nútímalegri og hlut­lausari hönnun þegar fyrstu þjóðríkin komu fram á sjónarsviðið undir lok átjándu aldarinnar og þar með jafnframt fyrstu raunverulegu þjóðfánarnir.5 5 Ibid.

Í dag er sjaldgæft að sjá skjaldarmerki notuð á þjóðfánum. Þau eru mun oftar notuð á vettvangi innanríkismála. Aftur á móti er algengt að fánar byggi á einkennislitum skjaldarmerkja, sér í lagi í Evrópu. Slíkir fánar eru yfirleitt þverröndóttir og teiknaðir í aðallitum skjaldarmerkisins. Stundum er skjaldarmerkinu bætt ofan á rendurnar í slíkum fána. Einnig er notkun skjaldarmerkisins undir þeim kringumstæðum gjarnan háð því hvort verið sé að nota fánann á alþjóðlegum vettvangi eða á innanríkisvettvangi.6 6 Alfred Znamierowski, The World Encyclopedia of Flags (London: Lorenz Books, 2016), 120. Þjóðfáni Albaníu til að mynda ber svartan tvíhöfða örn á rauðum grunni, og byggir á skjaldarmerki Kastrioti fjölskyldunnar.7 7 Ibid, 156. Borgaralegur hakafáni landsins er aftur á móti aðeins í einkennis­­litum skjaldarmerkisins og sýnir svarta rönd á rauðum fleti.

Áhrif skjaldarmerkjafræða á fánahönnun eru umtalsverð og það á sérstaklega við um reglur um litaval. Í skjaldarmerkjafræðum er grunn­litunum skipt upp í tvo flokka, málma og liti. Tveir litir úr sama flokki mega ekki raðast saman. Hvítur (einnig „argent“ sem merkir silfur á frönsku) og gulur (einnig „or“ sem merkir gull á frönsku) eru skilgreindir sem málmar en allir aðrir litir eru einfaldlega litir. Reglurnar um litaval leiddu til þróunar á aðferð sem kallast brydding. Þá er þunn lína úr gagnstæðum flokki notuð til að aðskilja tvo liti eða tvo málma.8 8 Michel Pastoureau, Heraldry: Its Origins and Meaning, (þýð./Trans.) Francisca Garvie (London: Thames and Hudson, 1997), 44. Þessi aðferð skerpir á andstæðum, eykur sýnileika og er mikið notuð í fánahönnun í dag – sem og almennt í hönnun. Þetta á til dæmis við hönnun umferðar­merkja, þar sem hvítur eða gulur eru notaðir til að leggja áherslu á mikilvægar upp­lýsingar. Aukin­heldur er aðgreiningin á mynd­flötum sem notuð er í skjaldarmerkjafræði algeng í fánahönnun, sem og almenn viðmið um stað­setningu og stefnu tákna (forma eða táknrænna merkja) sem birtast á fánum.

FIRMAMERKI OG VÖRU­­­MERKIÐ
KOMA TIL SÖGUNNAR

Aðferðir til að tákna og auðkenna eru stöðugt að þróast, einn miðill lætur undan síga þegar nýr miðill sem sniðinn er að ákveðnum tilgangi kemur til sögunnar. Í dag eru skjaldarmerki og fánar gjarnan skoðuð með hliðsjón af því hvað þau tákna og hvernig þau skuli nota. Skjaldarmerki eru oft notuð af opinberum aðilum, svo sem ríkisstjórnum. Þau verður að skoða í návígi svo að smáatriðin í hönnuninni séu skýr og greinileg. Fánar eru aftur á móti gjarnan notaðir til að auðkenna hópa fólks og eru hannaðir þannig að þeir séu greinanlegir þó þeir blakti og séu langt í burtu.9 9 Mars, „Why City Flags May be the Worst-Designed Thing You’ve Never Noticed.“ Í síðnútímanum kom síðan þriðja aðferðin til auðkenningar til sögunnar; fyrirtækja- og vörumerkin. Samfélög dagsins í dag eru gegnsýrð af ásýnd og myndmáli fyrirtækja og stofnana, en nú nýverið hafa borgir, og í minna mæli lönd, bæst í hópinn, til dæmis með því að taka upp firmamerki eða auðkennandi leturgerðir.

Amsterdam er hér aftur nærtækt dæmi. Snemma á fyrsta áratug þessarar aldar var ákveðið að endurmarka (e. rebrand) borgina. Nær sextíu stjórnvaldsstofnanir voru færðar undir eitt firmamerki og staðlaða hönnun. 10 10 „EDEN DESIGN & THONIK: Gemeente Amsterdam,“ Dutch Design Awards, (s./a.) 24. 11. 2018, dutchdesignawards.nl/en/gallery/communication/gemeente-amsterdam. Á firmamerkinu eru þrír rauðir krossar heilags Andrésar, sem eru aðlagaðir úr bæði skjaldarmerkinu og fána­hönnuninni. Auk þess urðu aðallega rauður, hvítur og svartur fyrir valinu í litapallettunni, en þeir litir vísa einmitt til fánans. Þar af leiðandi eru þrjú ólík en skyld merki sem auðkenna Amsterdamborg, íbúa hennar og stjórnsýslu; skjaldarmerkið gegnir bæði sögulegu hlutverki ásamt því að skipa ákveðinn heiðurssess, fáninn er síðan tákn sem íbúar og gestir borgarinnar geta sameinast um og fagnað undir og loks skapar firmamerki borgarinnar sterkan heildarsvip fyrir áður brotakennda stjórnsýslu.

Nýverið var Wales endurmarkað með svipuðum hætti. Ætlunin var að draga „saman ólíka anga og skapa „lím“ sem sameinað gæti bæði hina merku þjóð og áfangastaði Wales; með staf­rænum, efnislegum og menningarlegum hætti.“11 11 „Brand Wales,“ Smörgåsbord, smorgasbordstudio.com/projects/brand-wales. Velski þjóðfáninn liggur til grundvallar hinni nýju ímyndar­sköpun Wales. Fáninn er tvílitur, hvítur og grænn og sýnir rauðan dreka, landvættinn Y Ddraig Goch. Drekinn, sem er „holdgervingur velsku þjóðarinnar, bæði á landsvísu og á alþjóða­vettvangi,“12 12 „Brand Wales,“ Smörgåsbord (vid. 3:05), smorgasbordstudio.com/projects/brand-wales, 0:38. var teiknaður upp á nýtt og endur­mótaður í stílhreinu og nútímalegu firmamerki fyrir landið. Firmamerkið, auk sérstakrar leturgerðar, skapar þjóðinni sterka ásýnd. Eitt af mark­miðunum með þessu nýja vöru­merki var að gera Wales sýni­legra á inter­netinu, sem tókst vel. Það varpar ljósi á mikilvægar hliðar í notkun á þjóðtáknum í nútímanum.13 13 „Brand Wales.“

Hinir hnattrænu og stafrænu tímar sem við nú lifum hafa skapað nýjan samskiptavettvang. Þessi vettvangur kallar á nýjar leiðir til að hugsa og krefst mögulega yfirfærslu tákna og ásýndar þjóðarinnar á nýja miðla, sem henta bæði hinum efnislega og hinum stafræna heimi vel. Aftur á móti, eins og einn af hönnuðunum á bak við velska vörumerkið bendir á, þá eru stjórnvöld sjaldnast mjög hrifin af því að vera talin spreða „ótæpilega“ í mörkun þjóðarinnar þegar peningarnir gætu verið að fara í aðra hluti, þrátt fyrir kostina sem fylgja því að hafa sterka ásýnd.14 14 Sarah Dawood, „Wales Given New Place Branding to ‘Do the Country Justice,’“ Design Week, 1. 2. 2017, designweek.co.uk/issues/30-january-5-february-2017/wales-given-new-place-branding-country-justice.

FÁNAR HAFA
ÁHRIF Á MYNDMÁL

Á meðan þróun firmamerkja og vörumerkja fyrir þjóðir og stofnanir innan ríkisins eru ef til vill enn á byrjunarstigi, þá eiga flestar þjóðir óopin­­bert myndmál sem dregur dám af fánanum eða skjaldar­­merkinu. Slíkt myndmál kann að verða til með tilviljanakenndum hætti en sameiginleg uppspretta þess skapar ákveðið samhengi. Fána má afbyggja allt niður í hráa grunnþætti, sem síðan má endurraða og umbreyta á algjörlega nýjum forsendum án þess að glata anda hinnar upp­runalegu fána­hönnunar. Tökum sem dæmi hinn stirnda og þverröndótta bandaríska fána og það hversu auðvelt er að miðla anda Banda­ríkjanna með réttri notkun á stjörnum og röndum í réttum litum.

Íþróttabúningar eru ef til vill bestu dæmin sem við höfum um það hvernig grunnþættir í fánum öðlast nýjar birtingarmyndir. Á alþjóðlegum íþróttaviðburðum eins og Ólympíuleikunum eða heimsmeistarakeppninni í fótbolta keppir íþrótta­fólk fyrir hönd þjóða sinna í liðsbúningum sem hannaðir eru á grundvelli þjóðfánans eða undir áhrifum frá litum og stefjum sem þar er að finna. Þetta er að sjálfsögðu ekki almenn regla og það má nefna ýmsar áhugaverður undantekningar. Hollenskt íþróttafólk, svo dæmi sé tekið, er gjarnan klætt appelsínugulum sem ekki er að finna í þjóð­fána landsins en er aftur á móti tákn­rænn fyrir hollensku konungsfjölskylduna sem er af Óraníuættinni.15 15 „Why the Dutch Wear Orange,“ Dutch Amsterdam, (s./a.) 24. 11. 2018, dutchamsterdam.nl/321-why-the-dutch-wear-orange. Hollenski þjóðfáninn er raunar tilbrigði við Prinsenvlag, appelsínugula, hvíta og bláa þverröndótta fánann sem prinsinn af Óraníu hóf að nota árið 1572.16 16 „Dutch flags,“ I Am Expat, (s./a.) 24. 11. 2018, iamexpat.nl/expat-info/the-netherlands/dutch-flags.

Líkt og Hollendingar eru Nýsjálendingar og Ástralir einnig með bláa, rauða og hvíta þjóðfána á meðan íþróttabúningar landsliðanna eru svartir (Nýja-Sjáland) og grænir og gulir (Ástralía). Í báðum löndum hefur nýverið staðið yfir mikil umræða um endurnýjun þjóðfánanna með það fyrir augum að uppræta nýlenduáhrifin sem fólgin eru í tengslum við breska fánann. Þjóðarlitirnir sem notaðir eru í keppnisbúningum landanna hafa þá gjarnan skotið upp kollinum í tillögum að hönnun á nýjum fánum.17 17 Jakob Sturla Einarsson, „Let’s Run it up the Flagpole…“: The Symbolism of Flags and a Democratic Attempt to Design One, (leiðb./Superv.) Marteinn Sindri Jónsson (ritg./Thes. BA, Listaháskóli Íslands, 2017),skemman.is/handle/1946/30990. Sú staðreynd varpar ljósi á það hvernig myndmál þjóðarinnar sem verður til á ólíkum miðlum og í ólíkum kimum menningarinnar getur haft áhrif á hönnun fánans – rétt eins og hönnun fánans hefur áhrif á ásýnd þjóðarinnar. Þetta á ekki aðeins við um keppnisbúninga lands­liða. Til dæmis klæðast leikmenn fótbolta­ liðsins PSV Eindhoven treyjum með rauðum og hvítum röndum sem eru áberandi í fána Eindhoven og lið Maryland Terrapins klæðist ekki aðeins búningum í fánalitum ríkisfána Maryland­fylkis heldur er fáni Maryland hreinlega prentaður á hjálma leikmanna.

Firmamerki er annar miðill þar sem oft má greina áhrif frá fána eða skjaldarmerki. Hið gula og bláa firmamerki IKEA – sem og öll ytri ásýnd verslunarinnar ef út í það er farið – þiggur liti sína beint úr sænska þjóðfánanum sem blaktir við hún utan við verslanir keðjunnar og gefur sænskan uppruna fyrirtækisins til kynna með stolti. Ef við viljum leita fanga hérlendis þá mætti til dæmis nefna Íslandsstofu sem notar ekki aðeins útlínur Íslands í firmamerki sínu heldur einnig íslensku fánalitina – með skírskotun í rendurnar í krossinum á fánanum. Fánalitirnir eru sömuleiðis mikilvægir í hönnun sem tengist hundrað ára afmæli íslensks full­veldis. Þá má vel koma auga á stílfærðar öldurnar í skjaldarmerki Reykjavíkurborgar, í nokkrum firmamerkjum á vegum borgarinnar svo sem Tjarnarinnar Frístundamiðstöðvar og Reykjavíkur: Bókmenntaborgar UNESCO. Með notkun á þáttum úr merkjum sem þegar eru til staðar má styrkja hugrenningatengsl við það sem táknað er með merkinu og skapa þannig ákveðna heild.

Möguleikarnir á því að endurhugsa fána virðast nánast óendanlegir. Bandaríska flugvélagið South­west rekur fjölda flugvéla í sérstökum einkennis­litum fylkisfána. Svipuð tilraun var gerð þegar fyrirtækið Icelandair afhjúpaði flugvél í íslensku fánalitunum sem flytja átti íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á heimsmeistara­keppnina í fótbolta í Rússlandi árið 2018. Stutt leit á Google leiðir í ljós vinsældir sokka og annars fatnaðar með fánaívafi – varnings sem brýtur jafnvel fánalög í mörgum löndum. Það liggur í augum uppi að fánar, sem áður þjónuðu aðallega til auðkenningar á víg­vellinum og í siglingum, hafa orðið að einhverju miklu stærra en upphaflega stóð til.

Í rannsóknum mínum á fánum á síðastliðnum árum hef ég stundum hitt fólk sem spyr hvort fáninn sem hlutur og tákn sé ekki að verða úreltur í samtímanum. Eins og kann að vera ljóst af lestri þessarar greinar þá er ég afskaplega ósammála slíkum hugleiðingum og trúi því fremur að við stöndum á ákveðnum tímamótum hvað notkun og birtingarmyndir fána varðar. Ég efast um að samfélagið hætti nokkurn tímann alveg að nota fána, þeir eru sem stendur svo allsráðandi á heimsvísu. Aftur á móti tel ég að þær aðferðir sem borgir og ríki nota til að auðkenna sig muni halda áfram að þróast og leiða af sér myndmál sem framlengir fánann, felur hann í sér eða eykur við hann, rétt eins og fáninn var áður viðauki við skjaldarmerkin sem öllu réðu. Hvað sem öðru líður þá tel ég engan vafa leika á því að borgarar, stofnanir og ríkisstjórnir muni halda áfram að verða fyrir áhrifum af fánunum sínum og endur­raða grunnþáttum þeirra til að skapa nýjar birtingarmyndir.

Fánar munu halda áfram að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Skammt frá þeim stað þar sem ég kom auga á regnhlífina á Laugavegi vakti lítill límmiði utan á rafmagnskassa athygli mína. Þetta var fáni Colorado en C-ið í fánanum var notað sem upphafsstafur orðsins cultivate í aug­lýsingu fyrir fyrirtæki sem selur garðyrkju­búnað. Ég velti því fyrir mér afhverju og hvernig þessi límmiði rataði á rafmagnskassa í miðbæ Reykja­víkur en þegar upp er staðið skiptir það í raun og veru ekki máli. Ég hef einfaldlega áhuga á því með hversu fjölbreyttum hætti megi umbreyta fána­hönnun til að skapa grundvöll fyrir sjálfstætt myndmál.

Þýðingar á táknheimum þvert á miðla
Translating Symbolism Across Media
Handan flagga
Beyond Flags

It is a Sunday afternoon in September and it is, unsurprisingly, raining in Reykjavík. I am walking down Laugavegur, making my way to a coffee house to write this article, when I spot an umbrella on the other side of the street. The umbrella has a pattern of red and black alternating stripes and, on the black stripes, a row of three white diagonal crosses. I recognise the design immediately, without referring to the writing next to the cross, which reads AMSTERDAM. The design on the umbrella is not, as one might be inclined to believe, a reference to one of the city’s infamous districts, but rather an adaptation of the city flag. I dash across the street to snap a photo of the object, surprised at the coincidence, as the topic of this article happens to manifest itself before me in the appearance of this specific umbrella, in Reykjavík, on this rainy Sunday afternoon.

In today’s globalised society, flags serve a broad range of identification purposes; for national and governmental entities on the international stage; as language options on websites; for political, ethnic, religious or organisational affiliation; for origin and pride; for ethnic groups; etcetera, etcetera. We are used to seeing them utilised in a myriad of ways and most people can immediately recognise a number of flags and identify what they represent. There is plenty to discuss in relation to flags as a symbol in their own right, but it is also interesting to examine them as an element within a larger context of identification and how their design can be transformed across different media, while still retaining the integrity of that which the flag symbolises. This, in fact, is a key element in the history of flags, as flags themselves did not appear fully formed in the function they serve today, but rather, evolved from other media.

THE FLAG OF AMSTERDAM

Consider the aforementioned flag of Amsterdam. The official flag, the design appearing on the umbrella, was formally adopted as a flag in February 1975,1
1 „Amsterdam (The Netherlands),“ Flags of the World, (u.) 11. 11. 2017, fotw.info/flags/nl-amsdm.html.
though it had been in use for much longer and appears, for example, on a poster for the 1928 Olympics which were held in the city. The design, however, is much older, dating back to the 16th century when the city of Amsterdam adopted its coat of arms. The origin of the coat of arms is unknown, but it is clear that the three crosses, a key feature of the escutcheon (the shield at the center of the arms) are representative of St. Andrew2
2 „Decoding Amsterdam’s City Symbols,“ Iamsterdam, (s./a.) 24. 11. 2018, iamsterdam.comz/en/about-amsterdam/overview/history-and-society/city-symbols.
– a martyred fisherman whose cross also appears in the flag of Scotland. These three crosses, in particular, have become representative of the city of Amsterdam as will be discussed later in the article.
The current flag design is somewhat iconic – it has, for example, been called “the most badass city flag in the world”3
3 Roman Mars, „Why City Flags May be the Worst-Designed Thing You’ve Never Noticed,“ TED (vid. 18:19), 14. 5. 2015, ted.com/talks/roman_mars_why_city_flags_may_be_the_worst_designed_thing_you_ve_never_noticed, 10:22.
– but the city of Amsterdam has used a few different variants through the centuries­, all of which have drawn on the design of the coat of arms, in terms of colours and design elements. The current flag is a modified banner of arms, where the design of the escutcheon in the coat of arms is implemented unchanged, apart from a 90° turn into the rectangular flag format. Both the flag and the coat of arms are widely used in the city and have become well-known symbols of Amsterdam even outside of the Netherlands, due in part to the design’s frequent appearance on city souvenirs sold to tourists, such as the aforementioned umbrella.

THE COINCIDING HISTORY
OF FLAGS AND HERALDRY

Humans have a long history of representing themselves with flag like objects, especially in warfare, but it is during the 12th century that the modern flags begin to emerge in Western Europe. Their appearance is generally attributed on the one hand to increased naval trade and the need to indicate a ship’s origin and, on the other hand, to the crusades and the age of chivalry. This development in flag usage was concurrent with the emergence and rise of heraldry in Europe, a system of identification, particularly amongst nobility, through the use of decorated shields and surrounding embellishments. Heraldry has had quite a significant influence on flag design – indeed, vexillology (the study of flags), is considered a derivative of the former – and “the effectiveness of the symbolism [of flags, owes] some­thing to the simplicity, distinctiveness and originality of the heraldic colours and designs.”4
4 Gabriella Elgenius, „The Origin of European National Flags,“ Flag, Nation and Symbolism in Europe and America, (ritstj./Eds.) Thomas Hylland Eriksen & Richard Jenkins (London: Routledge, 2007), 19.

Many of these early flags were banners of arms, where the design of the escutcheon is transferred unchanged from the shield format to the rectangular flag format. The earliest coats of arms were simple and easily transferrable into flags, but there is a tradition of combining and quartering shields in heraldry, which led to increasingly complex designs. Additionally, heraldry had heavily aristo­cratic connotations, so when the first nationstates emerged towards the end of the 18th century, and with them the first actual national flags, those nations chose to shed the standard banner of arms for more modern and neutral designs.5
5 Ibid.

Today it is uncommon to see national flags that are banners of arms – they appear more widely on the subnational level – but flags based on the livery colours of coats of arms, however, are commonplace, especially in Europe. Such flags are composed of stripes, typically horizontal, where the main colours of the coats of arms are re­presented as stripes. Sometimes these flags include the coat of arms on top of the simple stripes or vary in application between civil and state flags.6
6 Alfred Znamierowski, The World Encyclopedia of Flags (London: Lorenz Books, 2016), 120.
The national flag of Albania, for example, shows a black double-headed eagle on a red background, based on the coat of arms of the Kastrioti family,7
7 Ibid., 156.
while the civil ensign is based on the livery colours, depicting a black stripe on a red background.

The influence of heraldry on flag design is considerable and the rule of tincture especially so. In heraldry, the standard colour set is divided into two groups, metals and colours, and elements cannot be placed upon or next to one another if they have the same property. White and yellow (typically denoted by the French words ‘argent (meaning silver) and ‘or’ (meaning gold) respectively) are classified as metals and everything else as colours. The rule of tincture led to the development of a practice known as fimbriation, where a thin line of the opposite property is used to separate two colours or two metals from one another.8
8 Michel Pastoureau, Heraldry: Its Origins and Meaning, (þýð./Trans.) Francisca Garvie (London: Thames and Hudson, 1997), 44.
This principle creates contrast, allows for increased visibility and is widely employed in flag design today – as well as in general design practice – consider for example the design of traffic signs, where white or yellow is used to accentuate important information. Additionally, the divisions of field employed in heraldry are also commonplace in flag design, as are the general practices pertaining to the place­ment and orientation of charges (geometric designs or symbolic representations) which appear on flags.

THE INTRODUCTION OF
THE LOGO AND BRAND

The methods of representation and identification are constantly evolving, as one format yields to the emergence of another more suitable for a specific purpose. Today, coats of arms and flags are often compared to one another specifically in terms of what they represent and how they should be utilised. A coat of arms is representative of an official body, such as the government, and is meant to be viewed up close where the details of the design are easily visible. Flags, on the other hand, represent people and are designed to be easily distinguishable from far away and when in motion.9
9 Mars, „Why City Flags May be the Worst-Designed Thing You’ve Never Noticed.“
The post-modern era saw a third method of identi­fication emerge; the logo and a related brand. Today’s societies are saturated with logos and identities for companies and organisations, but recently cities, and to a lesser extent countries, have begun to jump on the bandwagon, for example by adopting logos or commissioning custom typefaces.

This brings us back to the example of Amsterdam. In the early 2000s the city was rebranded, unifying almost 60 governmental agencies and units under a single logo and house style.10
10 „EDEN DESIGN & THONIK: Gemeente Amsterdam,“ Dutch Design Awards, (s./a.) 24. 11. 2018, dutchdesignawards.nl/en/gallery/communication/gemeente-amsterdam.
The logo features, in red, the three St. Andrew’s crosses, taken directly from the coat of arms and flag design, and the style uses a colour palette of mostly red, white and black, also referencing the flag. Amsterdam, therefore, has three distinctive, yet related, symbols to represent the city, its people and the government; the coat of arms is assigned a position of honour and history, the flag a symbol that citizens and visitors alike can rally under and enjoy, and the city’s logo creates a strong presence for the once fragmented municipal government.

Wales recently underwent similar rebranding, to draw “together disparate strands of activity, creating a ‘glue’ that united the great people and places of Wales; digitally, physically and culturally.” 11
11 „Brand Wales,“ Smörgåsbord, smorgasbordstudio.com/projects/brand-wales.
The Welsh national flag is a distinctive white and green bicolour featuring the Y Ddraig Goch, a red dragon passant, and serves as the basis for the new Welsh identity. Y Ddraig Goch, “the epitome of the Welsh nation on both the national and international level,” 12
12 „Brand Wales,“ Smörgåsbord (vid. 3:05), smorgasbordstudio.com/projects/brand-wales, 0:38.
is redrawn and reimagined as a sleek and contemporary logo for the country and combined with a custom typeface to create a strong visual identity for the nation. One of the aims of the brand was to make Wales more visible online, which it did, successfully. This in turn raises an important point about the modern usage of national symbols. 13
13 „Brand Wales.“

The globalised digital era in which we live has created a new forum of communication – it requires new modes of thinking and possibly the transformation of national symbols and identity into yet another format, one which functions equally well in the physical and digital spheres. However, as one of the designers behind the Welsh brand points out, governments are not inclined to be seen as spending ‘unnecessarily’ on national branding when the money could be going elsewhere, despite the benefits a strong visual identity can have. 14
14 Sarah Dawood, „Wales Given New Place Branding to ‘Do the Country Justice,’“ Design Week, 1. 2. 2017, designweek.co.uk/issues/30-january-5-february-2017/wales-given-new-place-branding-country-justice.

FLAGS INSPIRE
VISUAL IDENTITY

While the evolution of corporate styled national and institutional logos and brands may still be in its early stages, most nations possess an unofficial visual identity inspired by their flag and/or coat of arms; such identities may be haphazard but become linked together by their shared source of inspiration. Flags can be deconstructed down to their bare elements, rearranged and trans­formed into a different medium altogether whilst still remaining in keeping with, and conveying the spirit of, the flag design in its original format. Consider the United States’ Stars and Stripes and how easily the national spirit can be con­veyed with the combination of stars and stripes in the correct colours.

Sporting uniforms may be one of the best examples of how the elements of a flag can be trans­­lated into a different medium. At inter­national sporting events such as the Olympics or the FIFA World Cup, athletes competing on behalf of nations are often clad in cohesive team uniforms that are designed off of, or find inspiration in, the colours and motifs found in the national flag. This is certainly not universal though, and there are some notable exceptions. Dutch athletes, for example, are typically seen wearing orange, a colour that is not found in their current national flag but is representative of the Dutch royal family that descended from the House of Orange.15
15 „Why the Dutch Wear Orange,“ Dutch Amsterdam, (s./a.) 24. 11. 2018, dutchamsterdam.nl/321-why-the-dutch-wear-orange.
The Dutch national flag is in fact a variant of the Prinsenvlag, an orange, white and blue horizontal tricolour adopted by the Prince of Orange in 1572.16
16 „Dutch flags,“ I Am Expat, (s./a.) 24. 11. 2018, iamexpat.nl/expat-info/the-netherlands/dutch-flags.

Like the Netherlands, New Zealand and Australia also have national flags that are blue, red and white, but their national team colours are black (New Zealand) and green and yellow (Australia). Both countries have recently been engaged in discussions to update their flags to remove the colonial element of the British naval blue ensign and proposed designs for new flags often prominently feature these national colours.17
17 Jakob Sturla Einarsson, „Let’s Run it up the Flagpole…“: The Symbolism of Flags and a Democratic Attempt to Design One, (leiðb./Superv.) Marteinn Sindri Jónsson (ritg./Thes. BA, Listaháskóli Íslands, 2017),skemman.is/handle/1946/30990.
This illustrates how, just as the design of flags can inspire a nation’s visual identity, a visual identity forged through other media or cultural avenues can inspire flag design. In terms of sporting uniforms, it is also worth mentioning that this does not occur exclusively on the international level. PSV Eindhoven football team, for example, wears a jersey of red and white stripes, prominent in the flag of Eindhoven and the Maryland Terrapins not only use the Maryland state flag colours in their uniforms, but actually have the flag of Maryland on their helmets.

Logos are another medium in which inspiration taken from a flag or coat of arms can often be spotted. IKEA’s blue and yellow logo – and store fronts for that matter – takes its colours directly from the Swedish flag fluttering outside their stores, proudly proclaiming the company’s Swedish origins. For an example closer to home it is possible to mention Promote Iceland, which not only utilises the shape of the country in its logo, but also the Icelandic flag colours – with a nod toward the stripes of the cross design found on the flag. The design around the centenary of Icelandic sovereignty similarly utilises the flag colours. On a municipal level, it is possible to see the stylised waves from the Reykjavík coat of arms in a number of logos pertaining to the city, such as for Tjörnin Recreational Center or Reykjavík: UNESCO City of Literature. By using elements from existing symbols, a connection to the entity represented by said symbol is solidified, a unity formed.

The possibilities for reimaginations of flags seem almost infinite. The American airline South­west has a number of airplanes with special liveries depicting state flags. Similarly, Icelandair unveiled an airplane with an Icelandic flag livery, intended to transport the Icelandic national foot­ball team to the 2018 World Cup in Russia. A quick google will reveal the popularity of socks with flag motifs – which likely goes against the flag code of a number of countries – as well as other apparel. It is abundantly clear that the flag, once primarily used as a method of identification in battle and at sea, has become something much larger than originally purposed.

During the course of my research into flags over the last couple of years, I have come across people asking whether the flag, as an object and a symbol, isn’t becoming obsolete in today’s society. As perhaps is clear from reading this article, I vehemently dis­agree with this speculation and rather believe that we are at a tipping point in how the flag appears and how it is used. I doubt society will ever stop using flags entirely, they are currently so ubiquitous on the world stage, but I do believe that the method with which cities and states represent themselves will continue to transform, resulting in visual identities that extend, include, or comple­ment the flag, just as the flag was an addition to the once prevalent coat of arms. In any case, citizens, organisations and governments will no doubt continue to draw inspiration from their flags, rearranging com­ponents to create new visual identities.

Flags will continue to appear in the unlikeliest of places. Indeed, just a stone’s throw away from where I spotted the umbrella on Laugavegur, a small sticker on the side of an electric box caught my eye. It was the flag of Colorado, where the C-shape in the flag was used as the beginning for the word cultivate and meant to advertise a com­pany which sells gardening equipment. I wonder why, or how, this sticker came to be placed on an electric box in downtown Reykjavík, but in the end it doesn’t really matter. My interest simply lies in the variety of ways in which flag designs can be transformed to create the basis of an independent visual language.