Bleikur!
Pink!
Kúvending, niðurlæging, valdefling
U-Turning, Humiliation, Empowerment
Í hönnun getur rétt litaval verið jafn mikilvægt og rétt leturval og góð uppsetning. Litaval er stór þáttur í hönnun vörumerkja og skiptir einnig miklu máli í hönnun vefsíðna, plakata, fatnaðar og bóka, svo fátt eitt sé nefnt. Með litum tjáum við tilfinningar, sendum bæði pólitísk og tilfinningaleg skilaboð og köllum á viðbrögð þeirra sem litina skynja. Í okkar menningarheimi eru fáir litir jafn umdeildir og gildishlaðnir og sá bleiki. Hann táknar í senn „litlar stelpur“, ást, rómantík, krúttleika, sakleysi og syndir en merking hans breytist einnig með tíðaranda, samhengi og sögu. Bleiki liturinn á sér í raun langa og margbrotna fortíð – og hefur fyrir tilstilli þúsaldarkynslóðarinnar orðið afar áberandi í hönnun og tísku í samtímanum.
Þrátt fyrir að bleikur sé ekki mjög áberandi í náttúrunni er hann þó víða að finna, bæði í plönturíkinu sem og í dýraríkinu. Liturinn á sér sterka skírskotun til rósa í germönskum og rómönskum tungumálum. Til dæmis heitir liturinn „Rosa“ á þýsku og á frönsku „rose“. 1 1 Alice Bucknell, „A Brief History of the Color Pink,“ Artsy, 6. 11. 2017, artsy.net/article/artsy-editorial-history-pink. Orðið „bleikur“ er gamalt orð í íslensku og hafði lengi aðra merkingu en þá sem algengust er í dag. Í fornsögunum hétu akrar bleikir þegar þeir voru ljósgulir af korni,2 2 Richard North, „Iceland’s Alexander: Gunnarr and Pale Corn in ‘Njáls saga’,“ Academia, (s./a.) 24. 11. 2018, academia.edu/36621714/Icelands_Alexander_Gunnarr_and_pale_corn_in_Nj%C3%A1ls_saga. bleikur máni er hvítur og fölur, manneskjur eru bleikar á vanga, bleikir hestar eru gulbrúnir með ljósrauðri slikju og rauðhært fólk var jafnvel sagt hafa bleikt hár. Þá má nefna orðatiltækið „að vera bleikur sem nár“– fölleitur eða jafnvel hvítur, eins og liðið lík.3 3 Skrá um orðsambönd,“ Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, (s./a.) 19. 11. 2018, lexis.hi.is/osamb/osamb.
Þegar menn tóku að búa til bleikan lit var litarefnið sótt í náttúruna. Líkt og rauði liturinn, þá fékkst sá bleiki meðal annars úr plöntu sem kallast rauðmöðrurót (lat. Rubia tinctorum) og rauðum skordýrum. 4 4 Nicole Todd, „Pink Pigment Comes from Where?,“ Hargrett Hours Project, 10. 11. 2017, ctlsites.uga.edu/hargretthoursproject/pink-pigment-comes-from-where. Þessi náttúrulegu litarefni voru hins vegar mjög dýr, og það var því ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar verksmiðjuframleidd litarefni komu til sögunnar, að bleiki liturinn náði verulegri útbreiðslu meðal almennings. Vinsældir bleika litarins á Vesturlöndum fóru ört vaxandi á síðari hluta nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu og svo virðist sem að hin sterku merkingartengsl við kvenleikann hafi ekki verið fest í sessi fyrr en í kringum síðari heimstyrjöld.5 5 Laura Jacobs, „A Color Robed in Meanings,“ Wall Street Journal, 9. 10. 2013, wsj.com/articles/a-color-robed-in-meanings-1381345354.
BLEIKAR
KÚVENDINGAR
Á tímum endurreisnarinnar fóru listmálarar að skilgreina litinn sem hluta af litapallettum sínum en liturinn komst fyrst almennilega í tísku í evrópskri myndlist á rókókótímabilinu (1720–1777). Það var sérstaklega pastel-bleikur sem fólk af öllum stéttum hreifst af á þessum tíma, þó það væri sér í lagi ríkt hefðarfólk í Evrópu sem gat leyft sér bleikar munaðarvörur. Liturinn var þá mikið notaður í innanhúshönnun og í fatnað, bæði karla- og kvennaklæði vel að merkja.6 6 Alice Bucknell, „A Brief History of the Color Pink.“
Fyrr á tímum táknaði rauði liturinn hugrekki og dirfsku og var af þeim sökum álitinn karlmannslitur. Bleikur er örlítið daufari og blíðari en rauður og varð því gjarnan fyrir valinu á drengi og unga menn. Blái liturinn var talinn fíngerðari og viðkvæmari litur en sá rauði og þótti því meira við hæfi stelpna og kvenna.7 7 Marco Del Giudice, „The Twentieth Century Reversal of Pink-Blue Gender Coding: A Scientific Urban Legend?,“ Springer, 21. 7. 2012, link.springer.com/content/pdf/10.1007/s10508-012-0002-z.pdf. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær bleiki liturinn tapaði endanlega karlmannlegri merkingu sinni og varð hreinn kvennalitur. Að lokinni síðari heimsstyrjöld fer bleiki liturinn frá því að vera frekar karlmannlegur – eða jafnvel kynhlutlaus litur – og fær nánast ofurkvenlega merkingu. Viðsnúningurinn virðist hafa hafist á þriðja og fjórða áratugnum og verið orðinn algjör skömmu eftir að stríðinu lauk.8 8 Laura Jacobs, „A Color Robed in Meanings.“
Fataval bandarísku forsetafrúarinnar Mamie Eisenhower sem klæddist skærbleikum kjól við innsetningarathöfn eiginmanns síns árið 1953 ber vitni um vinsældir bleika litarins meðal kvenna eftir stríð.9 9 Katy Steinmetz, „Belles of the Ball: An Insider Look at Inaugeral Gowns,“ Time, 18. 1. 2013, style.time.com/2013/01/18/belles-of-the-ball-an-insiders-look-at-inaugural-gowns/slide/mamie-eisenhower-1953-pretty-in-pink. Liturinn, sem var í miklu uppáhaldi hjá forsetafrúnni, þótti skemmtilegur og ýta undir gleði og bjartsýni, ólíkur þeim gráu og dauflegu litum sem voru áberandi á tímum stríðsins. Þá virðist bleiki liturinn, strax á þessum árum eftir stríð, hafa orðið að öflugu verkfæri í markaðssetningu á varningi sem beindist að konum og átt sinn þátt í því að beina þeim inn í hefðbundin kynhlutverk.10 10 Laura Jacobs, “A Color Robed in Meanings.”
BLEIK
MARKAÐSSETNING
Frá sjötta áratugnum og allt fram að aldamótum var bleikur að langmestu leyti bundinn við kynhlutverk kvenna og stúlkna og markaðssetningu sem beindist að þeim hópum.11 11 Ibid. Tilkoma Barbiedúkkunnar árið 1959 umturnaði leikfangamarkaðnum. Ekki var nóg að eiga dúkkuna sjálfa heldur var hægt að kaupa ógrynni aukahluta á borð við föt og húsbúnað – og síðasta en ekki síst – kærasta.12 12 Our History,“ Barbie, (s./a.) 6. 3. 2019, barbie.mattel.com/en-us/about/our-history.html. Barbie var með fyrstu leikföngum sem auglýst voru í sjónvarpi og þaðan komst hún inn á fjölmörg heimili í Bandaríkjunum.13 13 Erica Wolf, „Barbie: The Early History,“ The Beat Begins: America in the 1950s, (s./a.) 19. 11. 2018, plosin.com/beatbegins/projects/wolf.html.
Enn þann dag í dag er bleikur gjarnan notaður til að selja vörur sem skilgreindar eru sem „kvenlegar“, jafnvel þótt þær séu það í sjálfu sér ekki og henti bæði konum og körlum. Þá er bleikur einnig áberandi í vörum fyrir ungar stelpur og er ástæðan fyrir litavalinu eftir sem áður sá að geta aukið verðlagningu. Rannsóknir hafa leitt í ljós verðmun á bleikum varningi og sambærilegri vöru í öðrum lit og er gjarnan talað um bleika skattinn í þessu samhengi.14 14 Ólöf Skaftadóttir, „Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama,“ Vísir, 13. 2. 2017, visir.is/g/2016160219498. Í umfjöllun CNN um bleika skattinn kemur fram að nýleg könnun neytendastofu New York borgar hafi leitt í ljós að verðmunur á hársnyrtivörum fyrir konur og karla hafi numið tæpum fimmtíu prósentum.15 15 Ivana Kottasova, „‘Pink Tax’ Angers Women from New York to London,“ CNN, 4. 2. 2016, money.cnn.com/2016/02/03/news/female-male-products-pricing-boots. Þetta á reyndar ekki aðeins við um vörur í bleikum umbúðum heldur allar vörur sem markaðssettar eru sem „kvennavarningur“.16 16 Ólöf Skaftadóttir, „Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama.“
BLEIK
NIÐURLÆGING
Í ljósi þess að liturinn hefur táknað kvenleika með svo sterkum hætti hefur hann gjarnan verið notaður til að niðurlægja og smána, ekki aðeins konur og stúlkur, heldur einnig karlmenn og drengi. Fyrirlitning á kvenlegum eða hommalegum þáttum í fari karlmanna sést skýrt í þeim fangelsum Bandaríkjanna þar sem fangar eru látnir klæðast bleikum í refsingarskyni fyrir að stunda kynlíf innan veggja fangelsisins.17 17 „Judge Mulls Decision in Lawsuit Over Pink Prison Garb,“ Fox News, 2. 2. 2008, foxnews.com/story/2008/03/02/judge-mulls-decision-in-lawsuit-over-pink-prison-garb.html. Í öðrum tilfellum er fatnaður í öllu fangelsinu hafður bleikur eða með bleiku ívafi og gengur þá niðurlægingin jafnt yfir alla fanga.18 18 Tim Mak, „Where Prisoners Wear Pink Underwear, Eat Meatless Meals and Swelter in the 120-Degree Heat,“ Washington Examiner, 8. 4. 2014, washingtonexaminer.com/arizonas-tent-city-jail-where-prisoners-wear-pink-underwear-eat-meatless-meals-and-swelter-in-the-120-degree-heat.
Við upphaf tuttugustu og fyrstu aldarinnar hefur bleikur verið áberandi í kvikmyndum á borð við The House Bunny (2008) og Mean Girls (2004), þar sem liturinn virðist vera notaður sem afgerandi tákn um yfirborðsmennsku og heimsku stúlkna. Í þessum myndum er hann í gagngert notaður til að niðurlægja og smána stúlkur. Á svipuðum tíma og hinar myndirnar kemur út kvikmyndin Legally Blonde (2001) sem gjarnan er talin nokkuð róttæk og fellur vel að feminískum hugmyndum um endurheimt bleika litarins og þar með kvenleikans sem blaðamaður The Guardian, Priya Elan, ræðir í greininni „Think Pink: How the Colour is Being Reclaimed.“ Hvatt er til þess að konur flaggi slíkum táknum með stolti og geri að sínum eigin, fremur en að sætta sig við niðurlægjandi notkun þeirra.19 19 Priya Elan, „Think Pink: How the Colour is Being Reclaimed,“ The Guardian, 10. 9. 2014, theguardian.com/lifeandstyle/2014/sep/10/think-pink-how-the-colour-is-being-reclaimed.
BLEIK
VALDEFLING
Á sama tíma og bandarískir fangar neyðast til að klæðast bleiku fær liturinn að njóta sín innan rapptónlistargeirans. Karlkyns rapparar á borð við Kanye West, Drake og fleiri hafa tekið upp á því að klæðast bleikum og nota litinn í tónlistarmyndböndum sínum sem og ýmsum varningi. Tónlistarmönnunum finnst auðsjáanlega ekki niðurlægjandi að klæðast bleiku heldur nota þeir litinn þvert á móti til að gefa til kynna bæði sjálfstraust þeirra og stíl. Merking litarins í slíku samhengi vísar að vissu leyti aftur til þess tíma þegar bleikur var enn strákalitur og táknaði dirfsku og þor, að því undanskyldu að nú felst dirfska karlmannanna og þor þeirra beinlínis í því að klæðast því sem talið er kvenlegt. Hér skal því haldið til haga að tónlistarmennirnir endurskilgreina merkingu litarins í krafti þess að geta valið hverju þeir klæðast og því ómögulegt að leggja það að jöfnu við til dæmis bleika fangaklæðnaðinn þar sem liturinn er notaður sem refsingatæki. Það voru ekki aðeins karlmenn innan rappsenunnar sem tóku bleika litinn upp á sína arma á nýrri þúsöld. Nýverið hafa stjörnur eins og Nicki Minaj og Solange Knowles notað litinn óspart með ólíkum hætti og á eigin forsendum. Gaby Bess túlkar þetta sem svo að hér séu konur að nota bleika litinn sem vopn og brynju til að endurheimta kvenleika sinn í karllægu umhverfi.20 20 Gaby Bess, „How Nicki Minaj and Female Artists are Turning the Color Pink into a Weapon,“ Paper, 21. 8. 2014, papermag.com/how-nicki-minaj-and-female-artists-are-turning-the-color-pink-into-a-w-1427370099.html. Þær taka litinn „til baka“, fjarlægja hann úr verkfærakistu kúgaranna og gera litinn að sínum. Þannig verður liturinn þáttur í valdeflingu kvenna: „Vertu eins „stelpuleg“ eða „kvenleg“ og þú vilt og vertu stolt af því.“ Þar með hefur bleiki liturinn fengið mikilvægt og kraftmikið hlutverk í kvennabaráttunni. Vinsældir bleika litarins að undanförnu má að einhverju leyti rekja til vaxandi femínisma og áhrifa hans í samfélaginu og til enn frekara marks um þær vinsældir hefur ákveðin gerð af fölbleikum verið kölluð þúsaldarbleikur.
Merking og notkun bleika litarins hefur tekið breytingum í gegnum aldirnar en liturinn hefur mátt þola það að merkja ýmislegt. Skilin á milli varnings fyrir konur og karla, stráka og stelpur, eru eftir sem áður oft afar skýr, þökk sé notkun á bleika litnum. Bleikur á sér langa breytingasögu og þó okkur finnist ýmsar breytingar eflaust gerast hægt er hann þó smám saman að endurheimta jákvæðari merkingar, sem og fyrri styrk og þor. Þúsaldarkynslóðin virðist þó ekki á einu máli um hina eiginlegu merkingu litarins. Hann stendur enn sem fyrr fyrir kvenleika, þó sú merking hafi verið endurheimt til valdeflingar og mótmælaaðgerða kvenna og homma. Þó er óhætt að fullyrða að konur jafnt sem karlar, gagnkynhneigðir og samkynhneigðir, töffarar, harðir naglar og lattelepjandi listaspírur klæðast bleikum, veifa bleikum og nota bleikan við upphaf nýrrar þúsaldar.
In design, the right choice of colour can be as important as the correct type and a considered layout. Choice of colour is a determining factor in logo design and is crucial in web design, poster design, fashion design and book design, to name a few. Through use of colour, we express our feelings and deliver both political and emotional messages as well as eliciting response from those perceiving the colours. There are few colours in our culture as controversial and imbued with value as the colour pink. It can symbolise all at once ‘little girls’, love, romance, cuteness, innocence and vice, but its meanings have also transformed according to zeitgeist, context and history. The colour pink has in fact a long and mosaiced past – and in most recent times, has been pushed to the forefront of contemporary design and fashion through the impact of millennial trends.
Even though pink is not a particularly prominent natural colour, it can nevertheless be widely found, in both the plant and animal kingdom. An association of pink with roses is commonly found in Germanic and Romance languages. For instance, pink in German is ‘Rosa’ and ‘rose’ in French.1
1 Alice Bucknell, „A Brief History of the Color Pink,“ Artsy, 6. 11. 2017, artsy.net/article/artsy-editorial-history-pink. The word ‘bleikur’ is an old word in Icelandic and for a long while it meant something other than pink. Pale yellow fields of corn were awarded this description in the Icelandic sagas.2
2 Richard North, „Iceland’s Alexander: Gunnarr and Pale Corn in ‘Njáls saga’,“ Academia, (s./a.) 24. 11. 2018, academia.edu/36621714/Icelands_Alexander_Gunnarr_and_pale_corn_in_Nj%C3%A1ls_saga. As was the pale moon, the pale face of someone, yellow-brown horses with a slightly red hue and red-haired people. All of the aforementioned were denoted with the colour ‘bleikur’, and so were corpses –“að vera bleikur sem nár,” even means to have a face the colour of a corpse.3
3 „Skrá um orðsambönd,“ Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, (s./a.) 19. 11. 2018, lexis.hi.is/osamb/osamb. When humans started to recreate the colour pink, the pigment was extracted from red beetles or a plant called the common madder (lat. Rubia tinctorum).4
4 Nicole Todd, „Pink Pigment Comes from Where?,“ Hargrett Hours Project, 10. 11. 2017, ctlsites.uga.edu/hargretthoursproject/pink-pigment-comes-from-where. However, these natural pigments were very expensive and as such, it was not until the middle of the 19th century, with the development of factory-produced synthetic pigments that the colour pink became available to the masses. Pink appears to have gained in popularity in the second half of the 19th century and the first half of the 20th. However, it seems that the overarching feminine symbolism was established predominantly after the Second World War.5
5 Laura Jacobs, „A Color Robed in Meanings,“ Wall Street Journal, 9. 10. 2013, wsj.com/articles/a-color-robed-in-meanings-1381345354.
PINK
U-TURNS
During the Renaissance, painters would include the colour pink in their colour palettes. However, the colour first became really fashionable in European art with the rococo style (1720–1777). It was pastel pink in particular, that caught the fancy of people from all social classes at this time, but it was mostly rich European aristocrats who could actually afford pink commodities. The colour was used extensively for interior decoration and fashion as well as for people of both sexes, at the time.6
6 Alice Bucknell, „A Brief History of the Color Pink.“
Earlier in history, the colour red denoted courage and bravery and was therefore considered a masculine colour. Pink is slightly paler and softer than red and was therefore often chosen for boys and young men. The colour blue was considered more delicate than red and therefore most suitable for girls and women.7
7 Marco Del Giudice, „The Twentieth Century Reversal of Pink-Blue Gender Coding: A Scientific Urban Legend?,“ Springer, 21. 7. 2012, link.springer.com/content/pdf/10.1007/s10508-012-0002-z.pdf. It is difficult to pinpoint when exactly the colour pink lost its masculine connotations entirely, becoming a more effeminate colour. But in the 1920s and 30s the colour pink began to transform from being masculine – or even non-gendered – until in post war years it had switched to adopt an almost hyper-feminine meaning.8
8 Laura Jacobs, „A Color Robed in Meanings.“
First Lady Mamie Eisenhower’s choice of a pink dress for her husband’s inauguration in 1953, testifies to the colour becoming immensely popular with women in the post-war era.9
9 Katy Steinmetz, „Belles of the Ball: An Insider Look at Inaugeral Gowns,“ Time, 18. 1. 2013, style.time.com/2013/01/18/belles-of-the-ball-an-insiders-look-at-inaugural-gowns/slide/mamie-eisenhower-1953-pretty-in-pink. The colour, a favourite of the First Lady, was considered inviting and to encourage joy and optimism, contrary to the grey and drab colours definitive of the war period. The colour pink seems also to have become, in these first post-war years, an important marketing tool for products aimed at women, further cementing their socially constructed gender roles.10
10 Laura Jacobs, “A Color Robed in Meanings.”
PINK
MARKETING
Pink was – from the fifties and until the end of the twentieth century – predominantly associated with the gender roles of girls and women and employed for marketing aimed at these groups.11
11 Ibid. The birth of Barbie in 1959 upturned the toy industry. It was not enough to have the doll itself, one would also purchase heaps of accessories, such as clothes and furniture – and last but not least – a boyfriend.12
12 „Our History,“ Barbie, (s./a.) 6. 3. 2019, barbie.mattel.com/en-us/about/our-history.html. Barbie was among the first toys ever to be advertised on American TV, from which point it entered millions of homes in the United States alone.13
13 Erica Wolf, „Barbie: The Early History,“ The Beat Begins: America in the 1950s, (s./a.) 19. 11. 2018, plosin.com/beatbegins/projects/wolf.html.
Still today, pink is often used to market products defined as ‘feminine’, even when these products are not essentially gendered but suitable for both women and men. Pink is furthermore conspicuous in products aimed at young girls, the reason being the ability to raise the price by virtue of the choice of colour. Research has proven there to be a measurable price difference between pink products and comparable products in another colour – giving rise to the notion pink tax.14
14 Ólöf Skaftadóttir, „Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama,“ Vísir, 13. 2. 2017, visir.is/g/2016160219498. CNN reports that a recent survey in New York City demonstrated an almost fifty percent price difference between hair products for women and men respectively.15
15 Ivana Kottasova, „‘Pink Tax’ Angers Women from New York to London,“ CNN, 4. 2. 2016, money.cnn.com/2016/02/03/news/female-male-products-pricing-boots As a matter of fact, the price difference not only pertain to products in pink packaging but furthermore, all products marketed as ‘women’s products’.16
16 Ólöf Skaftadóttir, „Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama.“
PINK
HUMILIATION
Due to the fact that pink has symbolised ‘the feminine’ so acutely, it has often been used in order to humiliate and debase, not only women and girls, but also men and boys. Contempt for feminine or homosexual traits in males is starkly pronounced in jails in the USA where inmates are made to wear pink as punishment for having sex.17
17 „Judge Mulls Decision in Lawsuit Over Pink Prison Garb,“ Fox News, 2. 2. 2008, foxnews.com/story/2008/03/02/judge-mulls-decision-in-lawsuit-over-pink-prison-garb.html. In other cases, all inmates’ clothes are coloured pink or interwoven with pink, in an effort to debase, en masse, everyone who is serving time in the prison.18
18 Tim Mak, „Where Prisoners Wear Pink Underwear, Eat Meatless Meals and Swelter in the 120-Degree Heat,“ Washington Examiner, 8. 4. 2014, washingtonexaminer.com/arizonas-tent-city-jail-where-prisoners-wear-pink-underwear-eat-meatless-meals-and-swelter-in-the-120-degree-heat.
In the 21st century, pink has made dubious appearances in films such as The House Bunny (2008) and Mean Girls (2004), where it seems to have been used as a symbol for the shallow-mindedness and stupidity of girls. The colour pink appears to have been intentionally used in these films to humiliate and debase girls. The film Legally Blonde (2001) was released at about the same time. Contrary to the other films it is often considered quite radical and in step with feminist notions about reclaiming the colour, and thereby femininity. Priya Elan, discusses such notions in an article called “Think Pink: How the Colour is Being Reclaimed,” for The Guardian. Indeed, in recent times, feminism has encouraged women rather to proudly flaunt and reappropriate oppressive symbols instead of accepting their humiliating use.19
19 Priya Elan, „Think Pink: How the Colour is Being Reclaimed,“ The Guardian, 10. 9. 2014, theguardian.com/lifeandstyle/2014/sep/10/think-pink-how-the-colour-is-being-reclaimed.
PINK
EMPOWERMENT
While prisoners in the United States are forced to wear pink, the same colour is celebrated within the rap scene. Male rappers, such as Kanye West, Drake and others, have begun wearing pink as well as employing the colour in both music videos and merchandise. Musicians appear not to feel humiliated when wearing pink – on the contrary, the colour is used to communicate both confidence and style. The colour’s semantics in this context, relate in some way back to earlier times when pink was still a man’s colour, signifying bravery and courage, with the contemporary twist that masculine bravery and courage are directly represented by the willingness to wear a colour commonly considered feminine. Let’s keep in mind that those musicians, redefining the meaning of the colour, achieve that by virtue of their freedom to choose what they wear. This makes it an impossible case to compare with inmates wearing pink prison garbs, where the colour is used as a punitive measure.
It was not only men within the rap scene, that embraced the colour pink at the beginning of the new millennium. Recently, stars such as Nicki Minaj and Solange Knowles have been using the colour unsparingly in different, independent ways. Gabby Bess interprets their use of the colour as both weapon and armour for women, fighting to reclaim their femininity in a masculine world.20
20 Gaby Bess, „How Nicki Minaj and Female Artists are Turning the Color Pink into a Weapon,“ Paper, 21. 8. 2014, papermag.com/how-nicki-minaj-and-female-artists-are-turning-the-color-pink-into-a-w-1427370099.html. They ‘own’ the colour, removing it from the oppressor’s toolbox, making the colour their own. This way, the colour contributes to women’s empowerment: “Be as ‘girly’ or as ‘feminine’ as you want and be proud of it.” Thus, the colour pink assumes an important and powerful role in the fight for women’s rights. This current popularity of pink can partly be attributed to the rise of feminism and its growing influence on society. A further sign of the colour’s current success is testified by millennial pink, a term attributed to a certain shade of pale pink.
The meaning and use of the colour pink have changed throughout history. The difference between products for women and men, boys and girls is stark still today, thanks to the use of the colour. It has a long history of U-turns and although we might find these changes slow, the colour is gradually gaining a more semantically positive position, and reclaiming its former connotations of strength and courage. Many seem to disagree however on the question of the true meaning of the colour. It still denotes femininity, even if that meaning is being reclaimed for the empowerment and protests of women and gays alike. However, it is safe to say that women, just like men, straight and queer, tough guys and latte-drinking artists are wearing pink, waving pink and using pink in all manner of ways at the start of this new millennium.