Saga verður náttúra
History Becomes Nature
Táknfræði haturs
Semiotics of Hate
Ég rakst á gamlan spilastokk í rykugum kassa heima hjá ömmu minni á Reynimel. Spilastokkurinn var rauður með fínlegri gyllingu og prýddur dökkum hakakrossi á hvítum hringlaga fleti. Þetta útlit spilastokksins öskraði á mig því það minnti mig óþægilega mikið á fagurfræði Adolfs Hitler og þýskra nasista. Mér brá í brún, enda var ég sannfærður um að hugmyndafræði nasista hefði aldrei skotið rótum á heimili ömmu minnar. Þegar betur var að gáð mátti sjá skrifað í litlu gylltu letri „H/F Eimskipafjelag Íslands“.
„Fá tákn hafa haft jafn mikil áhrif á mannkynið og hakakrossinn,“ skrifar Steven Heller í bók sinni The Swastika: Symbol Beyond Redemption sem fjallar um þetta ævaforna tákn.1 1 Steven Heller, The Swastika: Symbol Beyond Redemption (New York: Allworth Press, 19.
Uppruni hakakrossins er óþekktur en táknið hefur komið víða fyrir og táknað ótal margt. Orðið „svastika“ kemur upprunalega úr forn-indverska tungumálinu sanskrít og merkir „velferð“ eða „gæfa“.2 2 Ibid., 20. Þó ótrúlegt megi virðast þá hefur hakakrossinn yfirleitt haft jákvæða merkingu í gegnum tíðina. Á Indlandi má finna táknið í fótspori Búdda sem mynd af hjóli laganna. Á Bretlandseyjum var hakakrossinn lengi tákn fyrir gæfu og fararheill3 3 Ibid., 8. og í norrænum samfélögum táknaði hakakrossinn Mjölni, hamar þrumuguðsins Þórs,4 4 Ibid., 28. svo fátt eitt sé nefnt.
Það er því ljóst að túlkun á merkingu hakakrossins kunni að velta á uppruna, menningu, reynslu, stað og stund þess sem túlkar. Fyrir níutíu árum hefði enginn tengt spilastokk frá Eimskipafélaginu við nasismann, sem margir telja sjálfa illskuna í sinni tærustu mynd. En á okkar dögum, fyrir tilstilli vestrænnar skólagöngu og Hollywood-kvikmynda er mér ómögulegt að útiloka þau hugrenningatengsl. Ég hef lært af því samfélagi sem ég bý í að hakakrossinn sé táknmynd nasistahreyfingarinnar, helfarar gyðinga og Adolfs Hitlers.
HAKAKROSSINN Í
LJÓSI TÁKNFRÆÐINNAR
Spilastokkur Eimskipafélagsins varð til þess að ég skrifaði lokaritgerð mína til BA-prófs um hakakrossinn og þar velti ég því fyrir mér hvort mögulegt væri að þetta tákn yrði nokkurn tímann aftur notað í jákvæðri merkingu á Vesturlöndum. Til að svara þeirri spurningu leitaði ég í kenningar táknfræðinnar, en hún fæst, eins og nafnið gefur til kynna, við tákn og merkingu þeirra.
Einn kenningasmiða táknfræðinnar var bandaríski heimspekingurinn Charles Sander Peirce. Peirce skipti táknum í þrjá flokka. Í fyrsta lagi íkon – tákn sem er einfaldlega mynd af því sem það merkir. Gott dæmi um íkon er umferðarskilti sem táknar hjólandi og gangandi vegfarendur með útlínum hjólandi og gangandi vegfarenda. Í öðru lagi vísi – tákn sem vísar til merkingar sinnar eins og svartur reykur segir til um eld. Gott dæmi um vísi er reiðhjólabjallan sem hjólreiðamaðurinn hringir til að láta vita af sér. Í þriðja lagi symból – tákn sem vísar ekki með augljósum hætti í merkingu sína heldur krefst túlkun þess þekkingar. Bókstafir eru einkar góð dæmi um symból því börn, sem geta ráðið í merkingu íkona frá unga aldri, þurfa að læra „hvað bókstafurinn segir,“ það er að segja hvað hann stendur fyrir, þegar þau læra að lesa og skrifa.5 5 David Crow, Visible Signs: An Introduction to Semiotics in the Visual Arts (London: Bloomsbury, 2016), 36.
Í ljósi þessarar þrískiptingar er ef til vill einfaldast að flokka hakakrossinn sem symból. Táknið líkist vissulega einhverskonar verkfæri, og því er ef til vill ekki svo fjarstæðukennt að túlka það sem íkon af hamri eða hjóli. Síðan skulum við ekki gleyma því að táknið getur einnig virkað eins og vísir. Fæstir mundu hika við að álykta um stjórnmálaskoðanir Derek Vinyard, leikinn af Edward Norton í kvikmyndinni American History X, sem er með hakakrossinn flúraðan vinstra megin á brjóstkassann.
Að þessu sögðu er óhætt að fullyrða að hakakrossinn sé symból nasismans fremur en íkon eða vísir. Það má glöggt sjá, sé litið yfir sögu táknsins, að í ákveðnum skilningi er ekkert sérstaklega nasistalegt við hakakrossinn – merking hans í því samhengi er ekki upprunaleg og í vissum skilningi skáldskapur. Það verður að læra „hvað hakakrossinn segir,“ rétt eins og bókstafirnir.
TÁKN UM
HRYLLING
Eins og áður kom fram hafði hakakrossinn ekki alltaf þá merkingu sem hann hefur í dag. Það var árið 1920 sem nasistaflokkurinn var stofnaður í Þýskalandi. Hakakrossinn var einkennismerki flokksins og varð því kjarninn í áróðursvél nasista og alls þess grafíska sem flokkurinn framleiddi.6 6 Sverrir Jakobsson, „Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?,“ Vísindavefurinn, 28. 11. 2005, visindavefur.is/svar.php?id=5437. Eftir að flokkurinn komst til valda árið 1933, þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta á þingi, var hafist handa við að þrengja að lífsgæðum þýskra gyðinga. Ofsóknirnar færðust í aukana eftir því sem áratugurinn leið og dagana 9. og 10. nóvember 1938 urðu ákveðin kaflaskil þegar skærusveitir nasista og almennir borgarar réðust gegn gyðingum vítt og breitt um Þýskaland með samstilltum hætti á hinni svokölluðu Kristalsnótt.
Um ári síðar réðust Þjóðverjar inn í Pólland en sá atburður er gjarnan talinn marka upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari. Árið 1941 hrintu nasistar síðan skelfilegri áætlun um allsherjar útrýmingu gyðinga í framkvæmd sem gjarnan er kölluð Helförin.7 7 Gunnar Þór Bjarnason & Margrét Gunnarsdóttir, Íslands- og mannkynssaga: Frá lokum 18. aldar til aldamóta 2000 (Reykjavík: Nýja bókafélagið, 2001), 203–204 & 213.
Árið 1945 lauk stríðinu með ósigri Þjóðverja og í kjölfarið var notkun hakakrossins bönnuð í Þýskalandi og hann tekin niður alls staðar í Evrópu. Sagnfræðingurinn Malcolm Quinn telur að sú afgerandi hreinsun sem fram fór á merki nasista, hafi í raun hjálpað til við að styrkja tengingu hakakrossins við hugmyndafræði þeirra. Ef til vill hefði sú merking hakakrossins sem nasistar fengu tákninu fjarað heldur hraðar út hefði því verið leyft að standa sem sögulegum minnisvarða hryllilegrar fortíðar.8 8 Steven Heller, „Reviewed Work(s): The Swastika: Constructing the Symbol by Malcolm Quinn,“ The MIT Press 11, 3 (haust 1995), 82.
Til er upptaka af því þegar hakakrossinn á toppi Nürnberg leikvangsins var sprengdur í loft upp (sjá síðu 15). Um er að ræða afgerandi táknræna vísuní endalok nasista í Þýskalandi sem innsiglar um leið þau hugrenningatengsl við hakakrosstáknið sem enn þann dag eru ráðandi í hugum margra. Nasistum hafði tekist að gegnsýra merkingu táknsins svo algjörlega að það var ekki einungis gengið til þess verks að fjarlægja sjálft merkið. Til dæmis, gerði kanadíska ríkisstjórnin tilraun til þess að breyta nafni bæjarins Swastika yfir í Winston í höfuðið á Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands í stríðinu – jafnvel þó svo að bæjarbúar hafi neitað að samþykkja nafnabreytinguna þegar upp var staðið.9 9 Steven Heller, The Swastika: Symbol Beyond Redemption, 151.
MÝTUR
Í ljósi þeirra illvirkja sem framin voru í skugga hakakrossins má segja að táknið hafi í raun færst frá því að vera symbólískt með fjölda merkingarmöguleika, yfir í það að verða íkonískt tákn, þar sem táknið vísar óhjákvæmilega til einnar merkingar. Slík túlkun stangast þó á við kenningu Peirce, því hakakrossinn er langt frá því að vera íkon. Þó að táknið skírskoti afar sterkt til ofsókna á gyðingum, þá er ekkert beinlínis í merkinu sem gefur það til kynna. Til að skýra þessa íkonísku virkni táknsins skulum við leita aftur á náðir táknfræðinnar.
Franski bókmenntafræðingurinn Roland Barthes notaði hugtakið mýta yfir menningarleg tákn sem fá eina algjöra merkingu sem yfirgnæfir aðra merkingarmöguleika táknsins. Eins og Barthes lýsir, verða mýtur til þegar tákn glata uppruna sínum og sögu vegna nýrrar merkingar sem er svo afgerandi að hún er hreinlega talin „náttúruleg“ merking táknsins, eins og kemur fram í titli greinarinnar: „Saga verður náttúra.“10 10 Roland Barthes, „Myth Today,“ Mythologies, (þýð./Trans.) Annette Lavers (New York: Hill & Wang, 1972), 151 & David Crow, Visible Signs, 68.
Í dag eru atburðir síðari heimsstyrjaldarinnar nánast almenn vitneskja. Við lærum um seinna stríð í kennslubókum og þar að auki komumst við í tæri við upplýsingar um stríðið í fjölmörgu samhengi, við það að horfa á kvikmyndir eða leggja við hlustir í heitum pottum Vesturbæjarlaugarinnar. Tenging hakakrossins við helför gyðinga er svo afgerandi að ákveðin neikvæð merking hefur yfirgnæft jákvæðar og fornar merkingar annarra hakakrossa síðustu sjötíu ár. Það má segja, með því að nota hugtak Barthes, að hakakrossinn hafi svo sterk tengsl við harmleik seinna stríðs að táknið sé orðið að mýtu.
FRÁ HAKAKROSSINUM
TIL PEPE
Þrátt fyrir að hakakrossinn sem prýddi spilastokk Eimskipafélagsins hafi verið frábrugðinn hakakrossi þýska Nasistaflokksins brá mér samt í brún. En eins spurði ég sjálfan mig, er möguleiki að það muni breytast í framtíðinni? Malcolm Quinn ræðir í bók sinni, The Swastika: Constructing the Symbol hvort þolendur og/eða afkomendur þolenda þeirra atburða sem hakakrossinn stendur fyrir muni nokkurn tímann geta notast við táknið í útúrsnúinni merkingu. Quinn telur útilokað að hakakrossinn geti aftur orðið að tákni fyrir gæfu og velferð en bætir því einnig við að kannski sé það fyrir bestu. Hann leggur til að hakakrossinn eigi að vera tákn sem minnir okkur á atburði síðari heimsstyrjaldarinnar og geti jafnvel hjálpað okkur að sameinast í andstöðu við gyðingahatur og kynþáttafordóma.11 11 Steven Heller, „Reviewed Work(s),“ 81.
Í ljósi þess hversu löng saga hakakrossins er, þá þarf kannski annað langt skeið áður en hakakrossinn getur aftur hlotið nýja merkingu í vestrænni menningu. Ekki aðeins svo að taka megi táknið í sátt, heldur líka svo að vestræn samfélög geti útrýmt gyðingahatrinu sem hakakrossinn er tengdur við enn þann dag í dag, sem verður sífellt meira áberandi um þessar mundir og er enn gjarnan táknað með hakakrossinum.
Hitt hægrið er hreyfing nýnasista, hvítra þjóðernissinna og kynþáttahatara í Bandaríkjunum. Hreyfingin heldur gyðingahatri lifandi með áróðri í ýmsum myndum og notar hakakrossinn sem einkennistákn líkt og Hitler forðum. Aftur á móti hefur sú þróun orðið að ýmsir myndasmiðir nýnasista samtímans hafa aðlagað útlitið að ríkjandi fagurfræði í poppkúltúr. Nú má finna myndir á netinu þar sem öfgahægrimenn nota hakakrossinn í fjólubláum, bleikum og grænum neonlitum en ekki svörtum, hvítum og rauðum. Hinu hægrinu í Bandaríkjunum er ekki miðstýrt en þeir sem aðhyllast hugmyndafræði þess hafa getað stillt strengi sína saman á spjallborðum veraldarvefsins. Þangað leita þeir sem styðja stefnu hins-hægrisins og „upplifa sig sem töff og hluta af jaðarmenningu í andstöðu við ríkjandi kerfi – eins og hipparnir á 7. áratugnum,“ skrifar Davíð Roach Gunnarsson í umfjöllun fyrir Ríkisútvarpið.12 12 Davíð Roach Gunnarsson, „Hitt hægrið, poppmenning og nasistadiskó,“ RÚV, 2. 9. 2017, ruv.is/frett/hitt-haegrid-poppmenning-og-nasistadisko.
Mögulega skiptir ekki máli hvaða meinlausa tákn þýski nasistaflokkurinn hefði kosið að nota – það hefði ef til vill alltaf glatað upprunalegri merkingu sinni í vestrænni menningu og fengið á sig nýja og neikvæða merkingu í kjölfar hermdarverka nasista. Það má renna stoðum undir þá tilgátu að hvaða tákn sem er geti orðið að einkennistákni illskunar með því að skoða örlög skrípó-frosksins Pepe.
Upprunalega gegndi Pepe og einkunnarorð hans – „feels good man“ – saklausu hlutverki í myndasögu sem hóf göngu sína á veraldarvefnum í upphafi aldarinnar. Með tíð og tíma var farið að nota Pepe í alls kyns efni á vefnum þar til hitthægrið tók hann upp á sína arma á spjallborðum veraldarvefsins. Í dag er Pepe öðru fremur tákn kynþáttafordóma og gyðingahaturs í Bandaríkjunum13 13 Alison Flood, „Pepe the Frog Cartoonist Forces Withdrawal of ‘Alt-Right’ Children’s Book,“ The Guardian, 30. 8. 2017, theguardian.com/books/2017/aug/30/pepe-the-frog-cartoonist-forces-withdrawal-of-alt-right-childrens-book. og er kominn á lista yfir haturstákn hjá samtökunum Anti-Defamation League sem berjast gegn gyðingahatri.14 14 Christopher Mele, „Pepe the Frog Meme Listed as a Hate Symbol,“ The New York Times, 27. 9. 2017, nytimes.com/2016/09/28/us/pepe-the-frog-is-listed-as-a-hate-symbol-by-the-anti-defamation-league.html. Oftar sem áður er það hugmyndafræði af sauðahúsi nasismans sem sviptir ákveðið tákn jákvæðri merkingu sinni.
Jafnvel þótt að hakakrossinn sé enn í dag óumdeild táknmynd nasista, þá eru öfgahægrimenn ekki einir um að halda lífi í neikvæðri merkingu táknsins. Hún lifir og nýtist líka þeim sem andsnúnir eru hugmyndafræðinni og kjósa að fordæma hana. Mögulega er það fyrir bestu, að þrátt fyrir sakleysi táknsins í sjálfu sér, fái ill merking hakakrossins að lifa í fyrrnefndum tilgangi og til að minna okkur á atburði síðari heimsstyrjaldarinnar. Ef til vill er hakakrossinn nauðsynleg mýta.
I encountered an old deck of cards, buried in a dusty cardboard box at my grandmother’s apartment in Reynimelur. The card deck was red and finely gilded, emblazoned with a dark swastika on a round, white field. This appearance of the deck screamed at me, uncomfortably reminding me of the aesthetics of Adolf Hitler and the German Nazi regime. I was shocked, as I was fairly sure Nazism was not an ideology which had ever taken hold in the home of my grandmother. Looking closer, I saw an inscription in small golden type ‘H/F Eimskipafjelag Íslands’ – the name of an Icelandic shipping company.
“Few symbols have had as much impact on human kind as the swastika,” Steven Heller writes in his book The Swastika: Symbol Beyond Redemption, a treatment of this ancient symbol.1
1 Steven Heller, The Swastika: Symbol Beyond Redemption (New York: Allworth Press, 19. The swastika’s origin is unknown, but the symbol is found widely and has been given myriad different meanings over the years. The word ‘swastika’ comes originally from the ancient Indian language Sanskrit and means ‘prosperity’ or ‘luck’.2
2 Ibid., 20. As improbable as it may sound, through the course of history, the swastika has had predominantly positive connotations. For example, the symbol can be found in Buddha’s footprint around India where it depicts the wheel of law, in the British Isles the swastika symbolised luck and a safe journey,3
3 Ibid., 8. whilst in Norse societies the swastika represented Mjölnir, the hammer of Thor the god of thunder.4
4 Ibid., 28.
This highlights that any interpretation of the meaning of the swastika may depend on one’s heritage, culture, experience and the time and place of interpretation. Ninety years ago, no one would have associated a deck of cards from a local shipping company with Nazism, a regime which many believe to be evil in its purest form. But today, as a result of Western education and Hollywood films, I find it impossible to escape such associations. I have been taught, through the society in which I live, that the swastika symbolises the politics of Nazism, the Holocaust and Adolf Hitler.
THE SWASTIKA
IN LIGHT OF SEMIOTICS
The card deck from the shipping company Eimskipafélagið prompted me to write thesis for my BA degree about the swastika, and to question if this symbol would ever come to stand for something positive in the West again. In order to answer that question, I resorted to semiotics, the study of signs and symbols and their meanings.
One of the key theorists of semiotics was the US philosopher Charles Sander Peirce. Peirce differentiated between three kinds of signs. First of all, icons – a sign which is simply an image of what it means. A good example of the use of icons is in traffic signs, where cyclists and pedestrians are represented through the use of silhouettes of cyclists and pedestrians. Secondly, an index – this is a sign which relates to its meaning in the same way a plume of black smoke relates to a fire – it indicates its meaning. A good example of an index is the sound from a cyclist’s bell, indicating an approaching bicycle. Thirdly, a symbol – this is a sign which does not represent its meaning in any simple manner, on the contrary its interpretation requires some knowledge. Letters are particularly striking examples of symbols, because children, who can easily decode iconic meanings from an early age, must learn “what the letter says,” that is to say what it represents, when they learn to read and write.5
5 David Crow, Visible Signs: An Introduction to Semiotics in the Visual Arts (London: Bloomsbury, 2016), 36.
In light of this trinity, it might seem obvious to categorise the swastika as a symbol. It does however resemble a kind of tool – and as such, it would not be absurd to also categorise it as an icon of a hammer or a wheel. Then let’s not forget that it can also operate as an indicator of something, as an index. For example, few people would hesitate to guess the political views of Derek Vinyard, played by Edward Norton in the film American History X, who has a swastika tattooed on the left side of his chest.
All this being said, it is still safe to categorise the swastika first and foremost as a symbol of Nazism, rather than as an icon or an index. It is obvious when considering the history of the swastika as a whole that there is nothing particularly Nazi about it – its meaning in that context is not its original meaning and therefore in some sense fictitious. One must learn “what the swastika says,” just as one does with the letters.
AN EMBLEM
OF TERROR
As discussed above, the swastika did not always have the same meaning as today. The National Socialist Party was established in 1920s Germany. The swastika was the party’s emblem and became an integral part of the Nazi propaganda machine and the graphic design output produced by the party.6
6 Sverrir Jakobsson, „Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?,“ Vísindavefurinn, 28. 11. 2005, visindavefur.is/svar.php?id=5437. After assuming power in 1933, despite having parliamentary minority, German Nazis began homing in on German Jews. Persecutions escalated throughout the 1930s and on the 9th and 10th of November in 1938 a tipping point was reached, when Nazi paramilitary forces and civilians alike, attacked Jews in a nation-wide pogrom on the so-called Kristallnacht. About a year later, Germany attacked Poland in an invasion often seen to mark the beginning of the Second World War. In 1941, the Nazis initiated the operation generally referred to as the Holocaust, with its aim to exterminate all Jews.7
7 Gunnar Þór Bjarnason & Margrét Gunnarsdóttir, Íslands- og mannkynssaga: Frá lokum 18. aldar til aldamóta 2000 (Reykjavík: Nýja bókafélagið, 2001), 203–204 & 213
The war ended in 1945 with Germany’s defeat. Subsequently the use of the swastika was prohibited in Germany, and the symbol was eradicated, across Europe. The historian Malcolm Quinn believes that this radical purification of the Nazi’s emblem, did in fact reinforce the associations between their ideology and the swastika as a symbol. Perhaps, the meaning imbued by the Nazis might have ebbed away a little more, had it been allowed to stand simply as a historical monument to its terrible past.8
8 Steven Heller, „Reviewed Work(s): The Swastika: Constructing the Symbol by Malcolm Quinn,“ The MIT Press 11, 3 (haust 1995), 82.
There was a video recording made of the demolition of the swastika symbol on top of the Nuremberg Stadium (see page 15). Here we have an indication of the demise of the Nazis in Germany, a conclusion cementing the associations made by people when seeing the symbol. Indeed, the Nazis had succeeded in permeating the meaning of the swastika to such an extent that attempts were made to erase more than just the symbol itself. For instance, the Canadian government attempted to change the name of the small town Swastika to Winston, as in Winston Churchill, the British Prime Minister during the war – though the town ultimately refused to concede.9
9 Steven Heller, The Swastika: Symbol Beyond Redemption, 151.
MYTHOLOGIES
Given the acts of terror, committed under the shadow of the swastika, one might be tempted to say that the sign stops being symbolic, with numerous possible interpretations, and becomes purely iconic, given how strongly the sign represents a certain meaning. Such an approach would conflict with Peirce’s theory, because the swastika is everything but an icon. Although the symbol strongly denotes the persecution of Jews, there is nothing straightforward about how the sign suggests this meaning. In order to explain this iconic function of the symbol, let us return to semiotic theory again.
The French literary theorist Roland Barthes coined the concept mythology for cultural signs with one ultimate meaning which overshadows all other possible semantics. As Barthes describes, mythologies are created when signs lose their origins and history because a new meaning becomes so overpowering that it is simply considered the ‘natural’ meaning of the sign, thus the title of this paper: “History Becomes Nature.”10
10 Roland Barthes, „Myth Today,“ Mythologies, (þýð./Trans.) Annette Lavers (New York: Hill & Wang, 1972), 151 & David Crow, Visible Signs, 68.
Today, the events of WWII are common knowledge. We learn about the war in school and are further exposed to its history in various contexts, by watching films or listening in on hot tub discussions in Vesturbæjarlaugin. The association between the swastika and the Holocaust is so overwhelming, that this negative meaning has eclipsed more ancient and positive meanings of similar symbols for the last seventy years. One might say, borrowing Barthes’ term that the swastika is so engraved in the terrors of the second world war, that it has become a mythology.
FROM SWASTIKA
TO PEPE
Despite the swastika adorning the card deck from Eimskipafélagið being graphically different from the swastika of the German Nazi party, I was nevertheless alarmed. I wondered though, is this something which could change in the future? Malcolm Quinn, in his work The Swastika: Constructing the Symbol, raises the question if the victims and/or the descendants of victims of those events, symbolised by the swastika, might ever make use of the symbol in a different sense. However, Quinn rules out the possibility that the swastika can return to its former status as a symbol of luck and prosperity, but adds that maybe it is for the best. He suggests that the swastika should remain a symbol, a beacon reminding us of the events of the Second World War, capable even of reinforcing opposition to anti-Semitism and racism.11
11 Steven Heller, „Reviewed Work(s),“ 81.
In light of the swastika’s long history, another long period might be needed before the swastika can attain a new meaning in the West. Not only in order to make peace with the symbol, but also for Western societies to eradicate anti-Semitism, a sentiment again on the rise which is still symbolised by the swastika.
The alt-right is a movement of neo-Nazis, white supremacists and racists in the US. The movement propagates anti-Semitism in many forms and uses the swastika as an emblem, just as Hitler once did. However, a certain development has taken place, as neo-Nazi image-makers have adjusted the appearance of the symbol to match a more contemporary pop aesthetic. Today one might come across radical-right oriented images online, portraying the swastika in purple, pink and green neon colours, rather than black, white and red. The alt-right in the US is not centrally organised, but those that adhere to its ideology have been able to bring one another together on internet forums. Such forums attract supporters of the alt-right who “self-identify as cool and part of an alternative culture, opposing the status quo – just like the Hippies in the 60s,” Davíð Roach Gunnarsson reports in an article for the Iceland National Radio.12
12 Davíð Roach Gunnarsson, „Hitt hægrið, poppmenning og nasistadiskó,“ RÚV, 2. 9. 2017, ruv.is/frett/hitt-haegrid-poppmenning-og-nasistadisko.
It is to some extent irrelevant which harmless symbol the German NS party chose to use – it would perhaps always have lost its original meaning in the West, adopting a new and negative meaning in the wake of the Nazi terror campaign. This speculation, that any small sign can come to define evil, might be made more plausible by observing the fate of the cartoon character Pepe the frog.
Originally, Pepe and his motto – ‘feels good man’ – played an innocent enough role in an online cartoon, first published at the beginning of the century. Gradually, Pepe became a wide-spread figure online until the alt-right embraced the character and made it their own online. Today, Pepe stands first and foremost for racism and anti-Semitism in the US13
13 Alison Flood, „Pepe the Frog Cartoonist Forces Withdrawal of ‘Alt-Right’ Children’s Book,“ The Guardian, 30. 8. 2017, theguardian.com/books/2017/aug/30/pepe-the-frog-cartoonist-forces-withdrawal-of-alt-right-childrens-book. and has been listed as a hate symbol by the Anti-Defamation League who fight against anti-Semitism.14
14 Christopher Mele, „Pepe the Frog Meme Listed as a Hate Symbol,“ The New York Times, 27. 9. 2017, nytimes.com/2016/09/28/us/pepe-the-frog-is-listed-as-a-hate-symbol-by-the-anti-defamation-league.html. Now as before, it is an ideology, similar to that of the German Nazis, which divorces a certain symbol from its originally positive meaning.
But even though the swastika remains an undisputed symbol of Nazism, the radical right are not the only ones to keep its negative meaning alive. It is also sustained and made use of by those opposed to and condemning of the ideology. Possibly, this is for the best, that despite the inherent innocence of the symbol in itself, the evil meaning of the swastika is allowed to live in order to continually remember the events of the Second World War. Perhaps, the swastika is a necessary mythology.